Engin svör borist frá almannavörnum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra hef­ur ekki enn fengið svör frá al­manna­vörn­um eft­ir að hafa óskað eft­ir rök­stuðningi þeirra um for­gangs­röðun jarðganga á Aust­ur­landi.

Þetta staðfesti Sig­urður Ingi í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. 

Lagt til að byrja á tveim­ur göng­um

Ósk Sig­urðar eft­ir rök­stuðningi má rekja til þess sem fram kom í minn­is­blaði al­manna­varna sem Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra kynnti í síðustu viku.

Í minn­is­blaðinu er lagt til að byrja á því að grafa tvenn göng, ann­ars veg­ar frá Seyðis­firði til Mjóa­fjarðar og hins veg­ar frá Mjóaf­irði til Nes­kaupstaðar, áður en gerð verði göng frá Mjóaf­irði upp á Hérað. 

For­gangs­röðunin sem fram kem­ur í minn­is­blaðinu stang­ast á við niður­stöðu starfs­hóps frá ár­inu 2019, en að hans mati ætti að byrja á bygg­ingu Fjarðar­heiðarganga og grafa göng á milli Seyðis­fjarðar og Nes­kaupstaðar í fram­hald­inu. Á sam­göngu­áætlun eru Fjarðar­heiðargöng einnig næst á dag­skrá. 

Að sögn Sig­urðar Inga, sem enn bíður svara, mun minn­is­blað al­manna­varna þó ekki koma til með að hafa áhrif á gerð nýrr­ar sam­göngu­áætlun­ar sem bor­in verður upp fyr­ir Alþingi í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert