Í ríkisheimsókn á æskuslóðir Elizu

Forsetahjónin Guðni Th. Jó­hann­es­son og Eliza Reid í miðborg Ottowa.
Forsetahjónin Guðni Th. Jó­hann­es­son og Eliza Reid í miðborg Ottowa. Ljósmynd/Forseti Íslands

Forsetahjónin Guðni Th. Jó­hann­es­son og Eliza Reid eru nú stödd í Kanada í fyrstu ríkisheimsókn Íslands til Kanada í 23 ár. 

Á Facebook-síðu forsetaembættisins segir að hjónin séu „þakklát fyrir einstaklega góðar móttökur á fyrsta degi opinberrar heimsóknar okkar til Kanada í gær“.

Um er að ræða fyrstu ríkisheimsókn sem kanadísk stjórnvöld bjóða til að loknum heimsfaraldri. Þá er minnst á að hjónin séu nú á æskuslóðum Elizu, „og því sérstaklega ánægjulegt að koma hingað saman af þessu tilefni“.

Guðni fundaði með Justin Trudeau forsætisráðherra í húsakynnum þjóðþingsins í Ottowa í gær og þá sat hann tvo fundi um samfélagsmál. 

Næstu daga ætla forsetahjónin að ferðast víðar um Kanada ásamt sendinefnd, „og eiga fjölda funda sem styrkja munu enn frekar hin margþættu tengsl Íslands og Kanada“.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert