Kemur til greina að víkja frá launahækkunum

Bjarni Benediktsson, yfirgefur Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Bjarni Benediktsson, yfirgefur Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að til greina komi að víkja frá vænt­um launa­hækk­un­um æðstu ráðamanna þjóðar­inn­ar.

Laun ráðamanna taka breyt­ing­um 1. júlí ár hvert en Hag­stof­an reikn­ar út hver breyt­ing­in skuli verða og gef­ur út fyr­ir 1. júní. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra hef­ur sagt að bú­ast megi við launa­hækk­un­um um allt að 6,3 pró­sentu­stig­um.

Erfitt að sjá fyr­ir sér fyr­ir­komu­lag sem sátt get­ur verið um

Fjár­málaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að málið hafi ekki verið til sér­stakr­ar umræðu í rík­is­stjórn en að það komi alltaf í sjálfu sér til greina að víkja frá launa­hækk­un­um með ein­hverj­um hætti eins og rík­is­stjórn­in hafi sýnt í verki.

Seg­ir Bjarni að það sem for­sæt­is­ráðherra hafi greint frá sé það sem fel­ist í lög­un­um. Hann seg­ir að við laga­setn­ing­una árið 2019, þegar kjararáð hafi verið lagt niður, hafi náðst sam­komu­lag um nú­ver­andi viðmið.

„Það var ágæt­is sam­hljóm­ur um að laun æðstu emb­ætt­is­manna skyldu taka breyt­ing­um með hliðsjón af því sem gerst hafði í samn­ing­um hjá op­in­ber­um starfs­mönn­um með þess­um hætti. Að því leyt­inu til verður ekki annað sagt en að erfitt verði að sjá fyr­ir sér fyr­ir­komu­lag sem nokk­ur sátt geti verið um fyr­ir æðstu emb­ætt­is­menn rík­is­ins,“ seg­ir Bjarni.

Laun ráðherra hækki um 141.000 krón­ur

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, sagði í færslu á sam­fé­lags­miðlum í gær að laun for­sæt­is­ráðherra hækki sem nem­ur 156.000 krón­um á mánuði miðað við for­send­ur Hag­stof­unn­ar. Aðrir ráðherr­ar og for­seti Alþing­is muni sam­kvæmt því hækka í laun­um um 141.000 krón­ur, laun formanna flokka um 127.000 krón­ur og laun óbreyttra þing­manna um 85.000 krón­ur á mánuði.

Seg­ir Vil­hjálm­ur að Starfs­greina­sam­bandið hafi samið um krónu­tölu­hækk­un upp á 43.000 krón­ur á mánuði auk viðbót­ar­hækk­un­ar til handa fisk­vinnslu­fólki. Þá seg­ir hann að VR og iðnaðar­menn hafi samið um 66.000 króna þak á launa­hækk­an­ir.

Aðspurður um vænta krónu­tölu­hækk­un launa æðstu emb­ætt­is­manna í sam­an­b­urði við það þak sem samið hef­ur verið um í kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­markaði seg­ir Bjarni að mis­jafnt sé eft­ir kjara­samn­ing­um um hvað sé samið. Þá seg­ir hann að um­samd­ar kjara­samn­ings­hækk­an­ir séu eitt og það sem ger­ist á vinnu­markaði annað og vís­ar til launa­vísi­töl­unn­ar í því sam­bandi.

„Margoft frestað og gert breyt­ing­ar“

„Í lög­un­um á sín­um tíma var leit­ast við að finna viðmið sem gæti end­ur­speglað eðli­leg­ar breyt­ing­ar yfir tíma. En ég er nú orðinn það gam­all í hett­unni að ég er fyr­ir löngu bú­inn að átta mig á því að það er lík­lega ekki til neitt fyr­ir­komu­lag sem sátt get­ur ríkt um fyr­ir launa­ákv­arðanir æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins,“ seg­ir Bjarni.

Marg­ir ráðamenn hafa talað um að laun hafi hækkað of mikið. Hvernig finnst þér þessi vænta launa­hækk­un koma inn í þá umræðu?

„Síðustu verðbólgu­mæl­ing­ar voru upp á um 9,5% verðbólgu og við erum að tala um breyt­ing­ar upp á 6%, það er raun­launa­lækk­un,“ seg­ir Bjarni.

Aðspurður hvort komi til greina, vegna aðstæðna, að víkja frá vænt­um launa­hækk­un­um seg­ir Bjarni að lög­in geri ráð fyr­ir því að taxt­ar breyt­ist í sam­ræmi við það sem samið hef­ur verið um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka