Kröfu um nafngreiningu samnemenda hafnað

Kröfu MBA-nemanda Háskóla Íslands um nafngreiningu samnemenda hefur verið hafnað.
Kröfu MBA-nemanda Háskóla Íslands um nafngreiningu samnemenda hefur verið hafnað.

Máli nemenda við MBA-deild við Háskóla Íslands hefur verið hafnað hjá áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. Fyrir hafði Háskólaráð hafnað beiðni nemandans um að samnemendur hans, sem skrifuðu framvinduyfirlit í hópavinnu, yrðu nafngreind en yfirlitin voru hluti af einkunnarrökstuðningi kennara. 

Um var að ræða hópaverkefni í áfanganum Nýsköpun, en nemandinn hlaut einkunnina 7,0 en samnemendur hans 8,0.

Nemandinn krafðist nafngreiningar á samnemendum sínum til að geta brugðist við því sem fram kom í framvinduyfirlitum. 

Hlaut 0 fyrir þátttöku og virkni

Nemandinn krafðist útskýringa á því að hafa hlotið lægri einkunn og tjáði kennari áfangans honum þá að samkvæmt framvinduyfirlita samnemenda hans, hefði hann lagt lítið af mörkum í byrjun verkefnisins, en spítt í lófana á lokasprettinum. Kennari hafi því ákveðið að takmarka frádrátt einkunnar við aðeins einn lið.

Að gefnu tilefni ákvað kennarinn að skoða þátttöku og virkni tiltekins nemanda nánar og segir þá hafa komið í ljós að nemandinn hafi: 

„Í lengri eða skemmri tíma ekki verið á Zoom í raun og veru, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, og þrátt fyrir að hafa tengst kennslustund í Zoom. Þegar þetta kom í ljós fór kennari þess ítrekað á leit við nemandann að ræða við hann um þátttöku hans í námskeiðinu. Nemandi harðneitaði að ræða við kennara og því voru engar forsendur til annars en að gefa 0 fyrir þennan þátt námskeiðsins.“

„Nálguðust það að vera áreiti“

Nemandinn óskaði meðal annars eftir gögnum sem myndu varpa ljósi á einkunnargjöfina og lagði fram kvörtun við deildarforseta viðskiptafræðideildar HÍ. Fékk hann þá afhent framvinduyfirlit samnemenda sinna, en þau höfðu þá verið nafnhreinsuð. 

Þegar kennari svaraði ekki beiðni nemandans um gögnin, hafði nemandinn samband við forstöðumann viðskiptafræðistofnunar HÍ og deildarforseta en báðir aðilar höfnuðu beiðninni. 

Sendi nemandinn þá ítrekaðar tölvupóstsendingar til deildarstjóra um að málið yrði tekið upp að nýju en deildarstóri sagði í skriflegu svari við nemandann að tölvupóstasendingarnar  „nálguðust það að vera áreiti“ sem sýndu að samnemendur hans „hefðu af því ríka hagsmuni að hann fengi ekki umbeðnar upplýsingar.“

Nefndin taldi höfunda yfirlitana hafa af því ríka hagsmuni að …
Nefndin taldi höfunda yfirlitana hafa af því ríka hagsmuni að nemandanum yrði ekki greint frá nöfnum þeirra. Photo: Krist­inn Ingvars­son

Öllum kröfum hafnað

Í niðurstöðu nefndarinnar kemur nefndin hafni öllum kröfum nemandans. 

Nefndin telji fullyrðingu nemandans, um að hann geti ekki brugðist við framvinduyfirlitanna án nafna samnemenda sinna, ekki vera rétta. Það liggi fyrir að kæranda sé kunnugt hverjir höfundar yfirlitanna eru, þrátt fyrir að vita ekki hver skrifaði hvað. 

Þá hefur nemandinn sagt það nauðsynlegt að vita hver skrifaði hvað, en að hann hafi undir höndum upplýsingar og gögn sem ekki rími við yfirlitin, en hafi ekki upplýst hvers efnis þær upplýsingar séu. 

Þarf ekki nöfn til að nýta sér réttindi

Þá tekur niðurstaðan fram að nafnleynd sé forsenda þess að raunhæft sé að beita jafningjamati við námsmat og miði að því að tryggja virkni nemenda og styðji við fjölbreytni í námsmati.“

Sagði þá einnig í niðurstöðunni að nefndin teldi höfunda yfirlitana hafa af því ríka hagsmuni að nemandanum yrði ekki greint frá nöfnum þeirra.

Þá segir einnig í niðurstöðunni að yfirlitin greini skýrt frá því hvað þeim þótti betur mátt fara við vinnubrögð nemandans og ætti hann því að geta brugðist við því og nýtt sér þau réttindi sem honum eru tryggð, m.a. í ákvæðum laga nr. 37/1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert