Stefán Gunnar Sveinsson
„Þó maður hafi fylgst vel með ástandinu í Úkraínu vissi ég ekkert við hverju var að búast,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðalag sitt til Lvív, vinaborgar Reykjavíkur, á þriðjudaginn í síðustu viku, en borgin er í vesturhluta Úkraínu.
Ekki er flogið beint til Úkraínu og þurfti Dagur og föruneyti hans því að lenda í Kraká í Póllandi, þar sem við tók sjö klukkutíma bílferð, sem hafi gengið vel, þó hún væri löng.
Íslendingarnir voru komnir til Lvív um miðnætti, en þá skellur á útgöngubann um alla Úkraínu. Dagur segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir voru á ferli þrátt fyrir að stutt væri í útgöngubannið.
„Það var fjöldi ungs fólks á torgum, sem söng fjöldasöng sem lauk á því að það hrópaði „Slava Ukraina,““ segir Dagur, sem segist gruna að þetta sé leið fólksins til þess að standa saman gegn stríðinu.
Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.