Mynd um strætóferð vann verðlaunin

Óskar Hörpuson með útskriftarnemum.
Óskar Hörpuson með útskriftarnemum.

Kvikmyndaskóli Íslands útskrifaði 29 nemendur um liðna helgi og fara þeir í hóp 600 nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum frá árinu 2004. Um 90% nemenda er sagður starfa við kvikmyndaiðnað að námi loknu samkvæmt könnun. 

Aðalverðlaun KVÍ eru Bjarkinn og í ár vann stuttmyndin Leið 7 eftir Óskar Hörpuson verðlaunin.

Ekki dauður punktur 

Í umsögn dómnefndar sagði meðal annars: „Handrit, leikur, úrvinnsla og tæknivinna gengur allt upp í þessari fallegu mynd um óvænta vináttu um borð í strætó. Þó efnið sé ekki á stærðargráðu heimsendamynda er ekki dauður punktur í myndinni. Höfundur stenst það erfiða próf að hafa mynd af þessu tagi ekki of langa – myndin er í fullkomnu samræmi við efnistök og innihald.“

Í tilkynningu frá skólanum segir að myndin fjalli í stuttu máli um strætóferð Íslendings sem verður fyrir góðlátlegum fordómum og síðan andstyggilegum. 

Nemendur KVÍ: Anna Birna Jakobsdóttir með barn í fanginu, Birkir …
Nemendur KVÍ: Anna Birna Jakobsdóttir með barn í fanginu, Birkir Kristinsson, Sunna Hákonardóttir og Jón Axel Björnsson, barnsfaðir Önnu Birnu.

40% fá strax vinnu 

„Á venjulegu ári fylla útskrifaðir nemendur úr KVÍ yfir 30% stafsheita í kreditlistum íslenskra bíómynda. Niðurstöður kannana hafa sýnt að yfir 90% nemenda hafa starfað í faginu að námi loknu og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og vinna allan tímann við kvikmyndagerð að námi loknu,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert