Tekjur sveitarfélaga af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna námu 103.078.782 milljónum króna árið 2022 en ekki nema 20.154.567 milljónum árið áður. Er þetta aukning um 82.924.215 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.
Forsætisræðuneytið óskaði í byrjun árs 2023 eftir upplýsingum frá þeim 36 sveitarfélögum, þar sem þjóðlendur eru að finna, um tekjur sem sveitarfélögin hafa af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna árið 2022. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um það í hvað tekjunum er ráðstafað.
Sveitarfélagið Ölfus var það sveitarfélag sem hagnaðist hvað mest á nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna árið 2022 eða því sem nemur 67.545.816 milljónum króna. Þar á eftir kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur með hagnað um 20.042.670 milljónir króna. Högnuðust sveitarfélögin tvö því samanlagt um 85% af heildartekjum sveitarfélaganna allra af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna árið 2022.
Þá voru 16 sveitarfélög sem höfðu engar tekjur af nýtingu lands innan þjóðlendna árið 2022 og níu Sveitarfélög sem svöruðu ekki fyrirspurn ráðuneytisins.