Upptök brunans staðfest

Líklegast var um óhapp að ræða.
Líklegast var um óhapp að ræða. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Búið er að staðfesta upptök brunans sem varð í Heimabakaríi á Húsavík á föstudaginn. Eldsupptök má rekja til feitispotts sem kviknaði í. Rannsókn málsins er á lokastigum en orsök brunans hefur þó verið staðfest af rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.

Eldur kviknaði í bakaríinu á níunda tímanum á föstudaginn en stuttan tíma tók að slökkva eldinn. Tjónið er aftur á móti mikið og gæti tekið að minnsta kosti fjórar vikur áður en bakaríið verði opnað á ný.

Hefur rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri staðið að rannsókn brunans. Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Akureyri staðfesti upptök eldsins við mbl.is í dag en hann greinir frá því að talið sé að kviknað hafi út frá feiti í potti. Er því líklegast um óhapp að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert