Aðstoðarsáttasemjarar hafa boðað forystumenn samningsaðila í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund klukkan 20.00 í kvöld. Þetta staðfestir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í samtali við mbl.is
Síðasti formlegi fundur átti sér stað á mánudaginn í síðustu viku en ekki hafði þótt ástæða til að boða til annars formlegs fundar síðan þá.
Fréttin hefur verið uppfærð.