Boðað hefur verið til baráttufundar BSRB í Bæjarbíó í Hafnarfirði kl. 17:30 í dag, vegna verkfallsaðgerða sem staðið hafa yfir í meira en tvær vikur til þess að knýja fram réttlátan samning.
Félagsfólk aðildarfélaga BSRB er hvatt til þess að mæta, sýna samtöðu og láta blása sér baráttuanda í brjóst í tilkynningu sem BSRB sendi frá sér.
Þær Aníta Ósk Georgsdóttir og Magdalena Anna Reimus sem báðar eru í verkfalli munu flytja stuttar hugvekjur auk Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanns BSRB.
Í lokin stíga á svið Friðrik Dór, Bóas og Lilja auk Lúðrasveitar verkalýðsins.