BSRB heldur baráttufund í Bæjarbíói Hafnarfirði í dag vegna kjaradeilu bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hefst 17:30 og lýkur um 18:30.
Verkfallsaðgerðir af hálfu BSRB verða að öllu óbreyttu hertar í næstu viku. Þær beinast nú helst að starfsemi leikskóla. Að auki hefur verið gripið til verkfallsaðgerða í tveimur höfnum, í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Í þessari viku hafa um 900 manns lagt niður störf í 11 sveitarfélögum.
Aníta Ósk Georgsdóttir og Magdalena Anna Reimus sem eru báðar í verkfalli flytja hugvekjur á fundinum auk Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB.