Samninganefnd Eflingar skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greindi frá þessu í Facebook-færslu.
Fyrir tæplega þremur vikum vísaði Efling kjaradeilunni til ríkissáttasemjara en fjölmargir félagsmenn Eflingar starfa hjá ríkinu. Stærsti hópurinn er við störf á Landspítalanum og smærri hópar á ýmsum ríkisstofnunum.
„Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og erum sátt,“ segir í færslu Sólveigar.