Hættir að eigin frumkvæði

Aðalsteinn Leifsson hefur látið af störfum ríkissáttasemjara.
Aðalsteinn Leifsson hefur látið af störfum ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðal­steinn Leifs­son seg­ist sjálf­ur hafa átt frum­kvæði að því að láta af störf­um sem rík­is­sátta­semj­ari og þver­tek­ur fyr­ir að ákvörðunin sé til­kom­in vegna ein­stakr­ar kjara­deilu. Hann mun láta af störf­um sem rík­is­sátta­semj­ari frá og með morg­un­deg­in­um 1. júní.

„Und­an­far­in ár hafa verið mjög krefj­andi en að sama skapi ár­ang­urs­rík þar sem við höf­um alltaf náð að finna sam­eig­in­lega lausn á þung­um og erfiðum kjara­deil­um. En eft­ir að hafa verið vak­inn og sof­inn yfir þessu verk­efni í nokk­ur ár finnst mér komið gott,“ seg­ir Aðal­steinn. 

Hann seg­ist kveðja embætti rík­is­sátta­semj­ara ánægður með þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur og er þakk­lát­ur því fólki sem hann hef­ur kynnst í gegn­um starfið og fyr­ir það að hafa fengið að sinna þessu mik­il­væga verk­efni. 

Mikið gustað í kring­um Efl­ing­ar­málið

Í upp­hafi árs lýsti stjórn Efl­ing­ar yfir van­trausti á rík­is­sátta­semj­ara í kjöl­far kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins. Yf­ir­lýs­ing Efl­ing­ar átti sér stað í kjöl­far miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara sem gagn­rýnd var af bæði Efl­ingu og SA. 

Spurður hvort ein­stök mál hafi haft áhrif á ákvörðun Aðal­steins um að stíga hliðar seg­ir hann að sú sé alls ekki raun­in.

„Það hef­ur nátt­úru­lega ekki farið fram­hjá nein­um að það er mik­il tog­streita á vinnu­markaði og það hafa komið upp marg­ar þung­ar og erfiðar kjara­deil­ur eins og kjara­deila Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, en það hef­ur samt alltaf tek­ist að ná lend­ingu þó að leiðin hafi verið snú­in og stund­um þyrn­um stráð. Ástæða þess að ég hætti nú er ekki ein­hver ein­stök kjara­deila,“ seg­ir Aðal­steinn sem þver­tek­ur fyr­ir að at­b­urðarrás­in í kring­um kjara­deil­ur Efl­ing­ar og Sam­taka At­vinnu­lífs­ins hafi sett mark sitt á af­sögn sína.

„Ég hef verið í þessu starfi oft á tíðum all­an sól­ar­hring­inn svo vik­um skipt­ir und­an­far­in ár og núna lang­ar mig til þess að snúa mér að öðrum verk­efn­um, það er bara þannig,“ bæt­ir Aðal­steinn við. 

Hvað nú?

Aðal­steinn er ekki til­bú­inn til að gefa upp hvað taki við hjá sér næst, en hann hyggst vera til staðar fyr­ir þann sem tek­ur við embætti rík­is­sátta­semj­ara svo hægt sé að tryggja fram­göngu allra mála. Mörg mál séu á borði rík­is­sátta­semj­ara í augna­blik­inu og verði því að sjá til þess að öll­um bolt­um sé haldið á lofti á meðan embætti rík­is­sátta­semj­ara fær­ist í aðrar hend­ur.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðss­ins að ákveðið hafi verið að Ástráður Har­alds­son, héraðsdóm­ari, taki við embætti rík­is­sátta­semj­ara frá og með 1.júní þar til skipað verði í embættið að nýju.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert