Hálfur milljarður í 53 verkefni

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 53 verkefni styrk en 177 umsóknir bárust til sjóðsins.

„Ég hef séð kraftinn sem býr í framleiðendum matvæla hér á landi og úthlutun úr Matvælasjóði er mikilvægur liður í því að styðja við nýsköpun í matvælaframleiðslu. Það gleður mig sérstaklega að sjá að hlutföll á milli kynja eru nær jöfn,“ segir Svandís í tilkynningu.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvælasjóður veitir styrki í fjórum styrkjaflokkum: Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og Kelda styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. 

Fjársjóður styrkir verkefni sem hafa það markmiði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert