Þorlákur Einarsson
Maímánuður hefur reynst hvalaskoðunarfyrirtækjum í höfuðborginni erfiður. Mánuðurinn hófst vel en veður undanfarnar vikur hefur orðið til þess að engar ferðir hafa verið farnar með ferðamenn.
Reynar Davíð Ottósson, framkvæmdastjóri Whale Safari, dótturfyrirtækis Eldingar, segir ferðamenn flesta taka þessu af stóískri ró, enda búnir undir að allra veðra von sé á Íslandi. Lítið sé að gera annað en að endurgreiða ferðir ef ekki er hægt að fara út.
Hvalaskoðun er eitt vinsælasta athæfi erlendra ferðamanna á Íslandi og kemur á eftir heimsóknum á vinsæla ferðamannastaði Suðurlands. Vont veður sem kemur undan vesturströnd Grænlands hefur hér sett strik í reikninginn, en veðrinu fylgir þung undiralda sem gerir hvalaskoðunarbátum ógerlegt að sækja út.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.