Bráðatæknar frá Slökkviliði höfuðborgarasvæðisins verða meðal leiðbeinenda í þjálfunarverkefni fyrir úkraínska hermenn sem fram fer í Bretlandi.
Íslensku bráðatæknarnir munu þjálfa leiðbeinendur, sem miðla svo þekkingu sinni áfram til annarra hermanna, í bráðameðferð á stríðssvæðum en verkefnið er leitt af Bretlandi.
„Við erum stolt að geta lagt okkar að mörkum til þessa mikilvæga verkefnis sem vonandi getur dregið úr hörmungum stríðsátakanna og þeim skaða sem árásarstríð Rússlands er að valda íbúum Úkraínu,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.