Samningsumboð ekki hjá bæjarstjóra

Samstöðufundur í Kópavogi vegna verkfalla. Hamraborg.
Samstöðufundur í Kópavogi vegna verkfalla. Hamraborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kópavogsbær áréttar að samningsumboð Kópavogsbæjar í kjaraviðræðum við BSRB liggi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar af leiðandi hefur bæjarstjóri Kópavogs ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum né áhrif á framgöngu þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ, en hún er send í kjölfar þess að mikill fjölmenni ruddist inn á bæjarskrifstofu eftir samstöðufund á Hamraborg í Kópavogi nú fyrir hádegi. Vísir greindi fyrst frá þeim atburði.

Samstaða með starfsmönnum

For­eldr­ar í Kópa­vogi mættu á sam­stöðufund fyr­ir utan bæj­ar­skrif­stof­ur Kópa­vogs­bæj­ar í dag til að sýna stuðning sinn við leik­skóla­starfs­menn í röðum BSRB. 

Á Face­book viðburði fund­ar­ins seg­ir að skipu­leggj­end­um þyki lít­ill hug­ur í bæj­ar­stjóra að leggja fram til­lög­ur til lausn­ar við verk­fall­inu. 

Við leggj­um því til að við for­eldr­ar og for­ráðamenn barna í leik­skól­um Kópa­vogs mæt­um með börn­in okk­ar fyr­ir utan bæj­ar­skrif­stof­ur og sýn­um þannig fólk­inu sem hugs­ar um börn­in okk­ar stuðning!

900 leik­skóla­starfs­menn í 11 sveit­ar­fé­lög­um hófu verk­fall í vik­unni, en aðgerðirn­ar eru liður í kjara­bar­áttu BSRB við SNS.

Marg­ir for­eldr­ar mættu með ung börn á leik­skóla­aldri, en verk­fallið hef­ur áhrif á um 60 leik­skóla og marg­ir því til­neydd­ir að vera heima með börn­in. Leik­skóla­starfs­menn í verk­falli létu sig ekki síður vanta á staðinn og var spiluð há­vær barna­tónlist, dansað og leikið á meðan fund­in­um stóð. 

Örkuðu inn á bæjarskrifstofur

Þegar ekk­ert örlaði á viðbrögðum frá starfs­mönn­um bæj­ar­skrif­stof­unn­ar tók fjöldi fólks sig til og arkaði inn á bæj­ar­skrif­stof­una til að láta á sér bera. 

Bæjarstjóri ekki með beina aðkomu að viðræðum

Í tilkynningu bæjarins kemur fram að samningsumboð Kópavogsbæjar í kjaraviðræðum við BSRB liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar af leiðandi hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum né áhrif á framgöngu þeirra.

Bærinn kveðst vona að samningar náist sem fyrst.

Tilkynninguna í heild má finna hér:

Vegna kjaradeilna bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri:

Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu.

Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína.

Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra.

Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst.

Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert