Átta sveitarfélög á móti Nýja-Skerjafirði

Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í …
Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Átta sveit­ar­fé­lög hafa nú ályktað vegna ákvörðunar innviðaráðuneyt­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar um upp­bygg­ingu nýs 4.500 manna hverf­is í Skerjaf­irði.

Bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ir á Ak­ur­eyri, Bol­ung­ar­vík, Dal­vík, Fjarðabyggð, Húna­byggð, Ísa­fjarðarbæ, Múlaþingi og Vest­manna­eyj­um hafa all­ar af­greitt álykt­an­ir þar um.

Þrátt fyr­ir að nálg­un sveit­ar­fé­lag­anna sé mis­jöfn eru helstu stef­in sam­eig­in­leg. Átalið er að með ákvörðun­inni sé sam­komu­lag rík­is og Reykja­vík­ur­borg­ar frá 2019 að haft engu haft, þar sem for­senda þess hafi verið að tryggja rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar þar til nýr inn­an­lands­flug­völl­ur væri til­bú­inn til notk­un­ar.

Í gild­andi sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2020-2034 kem­ur fram að miða skuli við að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur geti áfram þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt á meðan ann­ar jafn­góður eða betri kost­ur er ekki fyr­ir hendi. Því sé mik­il­vægt að tryggja flug- og rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins.

Minnt er á að flug­völl­ur­inn sé lífæð lands­byggðanna, sam­göngumiðstöð lands­ins alls, en í hon­um fel­ist aðgang­ur fólks utan af landi að stjórn­sýslu og mik­il­væg­um innviðum, þar á meðal vegna heil­brigðis.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert