Greina má sveiflur í efnahagsástandi á því hversu mikið af drykkjarumbúðum berst Endurvinnslunni. Þetta segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Skil hafa verið mjög góð fyrstu fjóra mánuði ársins, sem er til marks um að skóinn kreppi víða að. Minna komi inn þegar almenn uppsveifla er í þjóðfélaginu, og nefnir Helgi árin 2005 til 2007 í því samhengi.
Endurvinnslan greiddi út rúma 3,5 milljarða í skilagjald á síðasta ári og rúmum 100 milljónum meira út í skilagjald fyrstu tvo mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.