Biskupsbeinin segi frá sóttunum

Kista Páls biskups Jónssonar sem nú stendur til að opna.
Kista Páls biskups Jónssonar sem nú stendur til að opna. Ljósmynd/Skálholt.is

Erlendir sérfræðingar munu í sumar taka sýni úr jarðneskum leifum Skálholtsbiskupa fyrri alda í því skyni að finna svör við ýmsum spurningum um farsóttir sem geisuðu á Íslandi á öldum áður.

„Sagan og lífsreynslan býr í beinunum og að því leyti er þetta mjög mikilvægt verkefni á sviði ýmissa fræðigreina,“ segir sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í samtali við Morgunblaðið.

Jarðsettir í kirkjunni

Biskupar í Skálholti fyrr á tíð sátu þar flestir til dánardægurs og voru jarðsettir í kirkjunni. Legstaðir þeirra og eiginkvenna voru vel merktir og margir með stórum og áberandi legsteinum í gólfi Brynjólfskirkju sem var á þeim stað þar sem núverandi kirkja í Skálholti er.

Áður en bygging kirkjunnar hófst var gerð ítarleg fornleifarannsókn í garðinum og þá meðal annars fjarlægð bein biskupa sem vitað var hverjir voru. Þeim var komið fyrir í litlum kistum í kjallara kirkjunnar.

Þetta er fólk 17. og 18. aldar og þarna má tiltaka nöfn eins og Jón Vídalín, Jón Árnason, Finn Jónsson og Hannes Finnsson, Guðríði Gísladóttur og barnabörn, Sigríði Vídalín og fleiri. Athugun á beinum þessara manna gerir dr. Joe Wallace Walser III frá Lundúnum, sérfræðingur í mannabeinum, en nú starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert