Gríðarlega erfið staða

Af baráttufundi BSRB í gærkvöldi.
Af baráttufundi BSRB í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór

Aldís Sigurðardóttir, annar tveggja sáttarsemjara í kjaradeilu BSRB og SNS, segir að viðræðum í Karphúsinu sé nú lokið í dag, en að annar fundur hafi verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Staðan er gríðarlega þung, en deila sem þessi á sér enga hliðstæðu að sögn Aldísar.  

„Þetta er afar snúið mál“ sagði Aldís í samtali við mbl.is. „þetta er erfitt fyrir alla enda staða sem allir vilja leysa.“

Fundur hófst klukkan 13 í dag, en jákvæðari tónn virtist vera sleginn eftir fund í gær. Að sögn Aldísar var fundurinn stöðvaður klukkan rúmlega 8 í kvöld. Aðspurð hvort hún sé enn bjartsýn kvaðst Aldís vera bjartsýn svo lengi sem viðræður væru enn í gangi, en ítrekaði að staðan væri vissulega þung. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í Karphúsinu í dag.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í Karphúsinu í dag. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert