Hraðinn lækkaður vegna sprungufyllinga

Unnið verður að framkvæmdu frá Hellu vestur að Þjórsá.
Unnið verður að framkvæmdu frá Hellu vestur að Þjórsá. Kort/Map.is

Vinnuhópur á vegum Colas Íslands mun vinna við sprungufyllingar á Suðurlandsvegi á milli Hellu og Þjórsár á morgun. Vegurinn verður opinn fyrir umferð en hraði lækkaður. 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9 til kl. 18, að því er Vegagerðin greinir frá í tilkynningu. 

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert