Vinnuhópur á vegum Colas Íslands mun vinna við sprungufyllingar á Suðurlandsvegi á milli Hellu og Þjórsár á morgun. Vegurinn verður opinn fyrir umferð en hraði lækkaður.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9 til kl. 18, að því er Vegagerðin greinir frá í tilkynningu.
„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“