Kærum íbúa vísað frá

Nýr veg­ur verður lagður á brú yfir Breiðholts­braut­ina og inn …
Nýr veg­ur verður lagður á brú yfir Breiðholts­braut­ina og inn aft­ur á ljós­a­stýrðum gatna­mót­um. Teikning/​Vega­gerðin

Úrsk­urðar­nefnd um um­hverf­is- og auðlinda­mál hef­ur vísað frá tveim­ur kær­um sem íbú­ar við Vatns­enda­hvarf lögðu fram, vegna samþykkt­ar Kópa­vogs­bæj­ar á um­sókn Vega­gerðar­inn­ar um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir 3. áfanga Arn­ar­nes­veg­ar.

Sam­tök­in Vin­ir Kópa­vogs og Holl­vina­sam­tök Elliðaár­dals­ins ásamt tug­um íbúa, lögðu fram kær­urn­ar. 

Kær­end­ur sögðu að lög­bundið sam­ráð við íbúa hefði ekki átt sér stað, fyr­ir­spurn­um þeirra ekki verið nægi­lega vel svarað og að um­hverf­is­matið sem fram­kvæmd­in væri byggð á væri 20 ára gam­alt.

Hafa ekki lögvar­inna hags­muna að gæta

Í niður­stöðu úr­sk­urðar­ins í máli nr. 79/​2022 seg­ir að ein­ung­is þeir sem eigi lögvar­inna hags­muna að gæta tengda stjórn­valdsákvörðunum geti kært ákv­arðanir til úr­sk­urðar­nefnd­ar. 

„Kær­end­urn­ir Vin­ir Kópa­vogs og Holl­vina­sam­tök Elliðaár­dals­ins hafa ekki slíkra hags­muna að gæta og verður kröf­um þeirra vísað frá nefnd­inni.“

Í hinni kær­unni í máli 140/​2022 seg­ir að hús kær­enda séu mörg hver fjarri veg­in­um áætlaða og að eitt húsið sé til dæm­is í kíló­metra fjar­lægð.

Vin­ir Kópa­vogs stjórn­mála­sam­tök

Úrsk­urðar­nefnd seg­ir enn­frem­ur að sam­kvæmt laga­legri skil­grein­ingu séu sam­tök­in Vin­ir Kópa­vogs stjórn­mála­sam­tök og geti þar af leiðandi ekki kært mál til úr­sk­urðar­nefnd­ar.

Sam­kvæmt 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um starf­semi stjórn­mála­sam­taka nr. 162/​2006, eru stjórn­mála­sam­tök flokk­ar eða sam­tök sem bjóða fram í kosn­ing­um til Alþing­is eða sveit­ar­stjórna. Er fé­lagið Vin­ir Kópa­vogs sam­kvæmt þessu frem­ur stjórn­mála­sam­tök. Slík sam­tök njóta ekki heim­ild­ar til að kæra mál til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar, sem bund­in er við um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök og önn­ur sam­bæri­leg hags­muna­sam­tök."

Öðrum kær­end­um játuð kæruaðild

„Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða fram­kvæmda­leyfi varði ekki ein­stak­lings­bundna hags­muni fram­an­greindra kær­enda um­fram aðra. Eiga þeir því ekki lögvar­inna hags­muna að gæta með til­liti til grenndaráhrifa. Verður kröf­um fram­an­greindra kær­enda því vísað frá úr­sk­urðar­nefnd­inni. Öðrum kær­end­um er á hinn bóg­inn játuð kæruaðild vegna mögu­legra grenndaráhrifa heim­ilaðra fram­kvæmda, þar sem fast­eign­ir þeirra eru staðsett­ar rétt utan fram­kvæmda­svæðis­ins.“

Úrsk­urðarorðin hljóða þannig: „Kröf­um kær­enda að Jóru­seli 6, 21 og 23, Klyfja­seli 4, 6, og 22, Jaka­seli 9 og Dyn­söl­um 14, auk sam­tak­anna Vina Kópa­vogs, er vísað frá úr­sk­urðar­nefnd­inni.“

Um er að ræða um 1,9 km kafla á Arn­ar­nes­vegi, frá Rjúpna­vegi að Breiðholts­braut. Þá er einnig gert ráð fyr­ir tvenn­um und­ir­göng­um og bygg­ingu tveggja brúa fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert