Nú styttist í að pör geti gift sig í Ráðhúsi Reykvíkinga. Forsætisnefnd hefur staðfest reglur þar að lútandi og tóku þær gildi 15. maí sl. Fyrirkomulagið verður kynnt fljótlega og heimasíða opnuð.
Samkvæmt reglunum verður leyfilegt að skála að athöfn lokinni en ekki verður leyft að vera með hrísgrjón, sápukúlur, glitpappír (konfettí) og þess háttar. Hægt er að leigja glös í Ráðhúsi sé þess óskað samkvæmt gjaldskrá.
Hægt verður að leigja rými fyrir hjónavígslur í Ráðhúsinu. Um er að ræða tvo sali á þriðju hæð í norðurhluta hússins, Turn og Tjarnarbúð, ásamt rými í Tjarnarsal. Ekki er enn frágengið hve margir vikudagar verða í boði.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.