Nærri 23 gráða hiti mælist

Frá Egilsstöðum. Mynd úr safni.
Frá Egilsstöðum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Nærri 23 gráða hiti hefur mælst á Egilsstöðum það sem af er degi. Er það mesti hiti sem mælst hefur á landinu í dag.

Hiti mælist litlu minni í nágrenninu, á Hallormsstað til að mynda, þar sem mælir Veðurstofunnar hefur sýnt 21,7 gráður.

Jafnmikill hiti hefur mælst á Kirkjubæjarklaustri.

Hálendið og Reykjavík

Af hálendinu er það að segja að 19,5 gráða hiti hefur mælst við Kröflu í dag, 18,8 gráður í Möðrudal og 18,7 gráður í Jökuldal.

Tæplega ellefu gráða hiti hefur á sama tíma mælst í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert