Embætti ríkissáttasemjari hefur kallað til fundar á milli samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins. Fundurinn mun vera haldinn á morgun kl. 13 í Karphúsinu. Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, í samtali við mbl.is.
Greint var frá því í vikunni að deilunni hafði verið vísað til Sáttasemjara en Vilhjálmur segir að þær launatöflur sem ríkið býður SGS séu ekki í samræmi við þær sem ríkið er búið að semja um við önnur stéttarfélög, t.a.m. BSRB, fyrir sömu störf og sömu starfsheiti. Það geti verið allt a 20.000 króna munur á mánaðarlaunum á launatöflum SGS og BSRB.
Margt er um að vera hjá embætti ríkissáttasemjara þessa dagana. Í þessum skrifuðu orðum funda aðstoðarríkissáttasemjarar með samninganefnudum BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga vegna yfirstandandi kjaradeilu þeirra. Auk þess lét Aðalsteinn Leifsson, nú fyrrverandi ríkissáttasemjari, af störfum frá og með deginum í dag.