Fyrsti dagur júnímánaðar heilsaði með hlýindum á Þórshöfn en síðdegis var enn 20 stiga hiti. Spegilsléttur sjór heillaði Baðbomburnar, sjósundskonur sem drifu sig úr vinnunni og stukku beint í sjóinn eftir inniveru dagsins.
Litlar upprennandi Baðbombur fylgdu í kjölfarið, milli þess sem þær bökuðu sandkökur í fjöruborðinu og sögðu við fréttaritara Morgunblaðsins: „Við viljum alltaf hafa svona sumar.“