Þórdís hitti Noregskonung

Þórdís tekur í hönd konungs í móttökunni í gær.
Þórdís tekur í hönd konungs í móttökunni í gær. Ljósmynd/Liv Anette Luane/Det kongelige hoff

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti Harald Noregskonung og Sonju drottningu í Konungshöllina í Ósló í gær þar sem utanríkisráðherrum ríkja Atlantshafsbandalagsins NATO, sem nú funda þar í borginni, var boðið til móttöku.

Hákon krónprins heilsar utanríkisráðherra.
Hákon krónprins heilsar utanríkisráðherra. Ljósmynd/Liv Anette Luane/Det kongelige hoff

Var Hákon krónprins þar einnig til staðar og heilsaði upp á ráðherrana sem nú funda um öryggismál í Evrópu í aðdraganda NATO-fundarins í Vilníus í Litháen í júlí.

Tóku konungshjónin á móti gestum sínum í speglasal Konungshallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert