Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl.
Gæsluvarðhald yfir honum á að renna út á morgun.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsókn málsins ganga vel og að mikil vinna sé í gangi.
Spurður segist hann ekkert vilja tjá sig um hvort lífsýni í tengslum við málið séu komin í hús frá útlöndum.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í um sex vikur. Hámarkslengd gæsluvarðhalds á rannsóknarstigi er 12 vikur.