Vonar að fundurinn verði langur í dag

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir samtalið ganga ágætlega en …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir samtalið ganga ágætlega en að alltaf geti brugðið til beggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kveðst vona að fundurinn í Karphúsinu í dag verði langur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar klukkan 13 í dag, ekki klukkan 11 eins og áður var greint frá. 

Löngum fundi lauk á annan tímann í nótt en sáttarsemjarar í málinu, Aldís Sigurðardóttir og Elísabet S. Ólafsdóttir, boðuðu strax til nýs fundar í dag til að halda samtalinu gangandi að sögn Sonju. 

Getur alltaf brugðið til beggja

Í samtali við mbl.is segir Sonja viðræður hafa gengið ágætlega og því sé vilji til að halda samtalinu áfram, þó enn standi eitthvað út af. Hún segir þó samhljóm hafa verið um að fundurinn yrði vonandi langur í dag. 

„Okkar upplifun er sú að við höfum aðeins þokast nær hvort öðru,“ segir Sonja en bætir við að þetta sé samt ekki alveg komið enn.

„Þetta er þannig staða að það getur alltaf brugðið til beggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert