Sér ekki ástæðu til aðgerða gagnvart lögreglustjóra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að álit Umboðsmanns Alþingis tengt ótímabundnu banni við því að börn færu að gosstöðunum í Meradölum í ágúst í fyrra kalli ekki á viðbrögð af hálfu dómsmálaráðuneytisins gagnvart lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum.

Í álitinu kemur fram  Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafi ekki verið heimilt  setja á ótímabundið bann við því  börn færu  gosstöðunum í Meradölum í ágúst í fyrra án þess  finna banninu annan lagagrundvöll í lengri tíma.

Jón segir að dómsmálaráðuneytið komi ekki til með að grípa til aðgerða gagnvart lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum í kjölfar álits Umboðsmans Alþingis. Þá segir hann álitið þó kalla á það að dómsmálaráðuneytið skoði þetta mál með lögregluembættinu gagnvart sambærilegum málum sem kunni að koma upp í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert