Fundur Starfsgreinasambands Ísland (SGS) og samninganefnda ríkisins hófst hjá ríkissáttarsemjara rétt í þessu. Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í morgun klukkan 10 og því nóg að gera í Karphúsinu í dag.
Deila SGS snýr að kjarasamningum við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs rann út í lok mars, en að sögn Vilhjálms sat sambandið ellefu fundi með samninganefnd ríkisins þangað til þeir sáu sig knúna til að vísa málinu til ríkissáttasemjara.
Þá krefst SGS að fá sömu laun fyrir sömu störf, en samkvæmt launatöflum sem liggja fyrir eru launatöflur BSRB við ríkið fyrir sambærileg störf hærri en þær sem ríkið hefur boðið SGS, og telur sambandið það brot á jafnréttislögum.
Í samtali við mbl.is á miðvikudaginn sagði Vilhjálmur þetta:
„Við erum að tala um tekjulægsta fólkið sem starfar hjá ríkinu. Því er mjög mikilvægt að hraða þessu máli því fólk verður að fá sínar launahækkanir eins fljótt og hætt er sökum þeirra miklu kostnaðarhækkana sem hafa orðið á öllum sviðum íslensks samfélags á liðnum misserum.“
Þess má geta að kjaradeila BSRB snýr að starfsmönnum sveitarfélaga, en ekki að ríkisstarfsmönnum eins og deila SGS.