Fundi lokið en staðan „enn þá rosalega snúin“

Elísabet S. Ólafsdóttir sáttasemjari og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, …
Elísabet S. Ólafsdóttir sáttasemjari og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, í Karphúsinu í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi sáttasemjara með samninganefndum BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga lauk um klukkan 18.30 í kvöld. Næsti fundur hefur verið boðaður á sunnudaginn klukkan 13. Ef ekki næst að semja þá munu hátt í 2.500 manns leggja niður störf næsta dag.

„Staðan er enn þá rosalega snúin og auðvitað eru aðilar að máta ýmsar hugmyndir en við náðum ekki lengra í dag,“ segir Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

„Í rauninni ákvað ég gera daginn á morgun að svona hlé, svo fólk gæti ráðfært sig við sitt bakland og séð hvað hægt er að vinna með.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert