Helgi Bjarnason
„Þetta sýnir að það er mikil trú á samfélaginu. Fólk er tilbúið að fjárfesta í fasteignum hér og fasteignamatið er að nálgast markaðsverð á svæðinu. Fermetraverðið er þó enn lágt,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu hækkar um næstu áramót um 33,6% að meðaltali og er það með hæstu tölum sem birtust í nýútkomnu fasteignamati.
Mikill munur er á breytingum á matinu í sveitarfélögum og eftir atvikum þéttbýlisstöðum og hverfum innan sömu sveitarfélaganna. Þar sem miklar hækkanir hafa orðið, sérstaklega á minni stöðum, hefur fasteignaverð verið lágt en einhver hreyfing á eignum hefur þokað matinu upp, þótt það sé enn víða undir landsmeðaltali. Eru hækkanirnar því ákveðin leiðrétting.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.