Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist skilja umræðuna sem myndast hefur í kringum yfirvonandi launahækkanir og skort á launaþaki æðstu embættismanna landsins.
Spurður hvort sér finnist embættismenn eiga að sæta launaþaki líkt og fólk á almennum vinnumarkaði segir Willum launaþök eiga að gilda um alla.
„Algjörlega. Við eigum að fara fram með fordæmi og taka ábyrgð,“ sagði Willum í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.