Lengra gæsluvarðhald í manndrápsmáli á Selfossi

Gæsluvarðhald var framlengt.
Gæsluvarðhald var framlengt. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Suðurlands hefur samþykkt kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er að eiga aðild að andlátri ungrar konu á Selfossi í apríl síðastliðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Gæsluvarðhaldið hefur verið framlengt til 16. júní.

Þá segir að rannsókn lögreglu beinist að hugsanlegu manndrápi. Er rannsóknin sögð miða vel  og að henni verði haldið áfram af fullum þunga.

Gæsluvarðhald getur að hámarki staðið í 12 vikur á meðan lögregla er með málið á rannsóknarstigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert