Nagandi óvissa í Einarsnesi

Reykjavíkurflugvöllur hefur löngum verið umdeildur. Er hann ómissandi hluti af …
Reykjavíkurflugvöllur hefur löngum verið umdeildur. Er hann ómissandi hluti af miðbæjarímynd Reykjavíkur eða tímaskekkja á nýrri samgönguöld? mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekk­ert á móti þess­ari flug­vall­ar­byggð, bara svo það sé sagt, og er alls ekk­ert að fetta fing­ur út í skipu­lagið,“ seg­ir Elín Jón­as­dótt­ir veður­fræðing­ur, íbúi við Ein­ars­nes í Skerjaf­irði, en skipu­lags­mál vegna upp­bygg­ing­ar þar á svæðinu hafa orðið tölu­vert þrætu­epli und­an­far­in miss­eri og snert­ir þó langt í frá allt sjálft flug­vall­ar­málið, það er að segja hvort völl­ur­inn skuli áfram vera á sín­um stað í Vatns­mýr­inni.

Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi er umhugað um náttúru landsins, þar …
El­ínu Björk Jón­as­dótt­ur veður­fræðingi er um­hugað um nátt­úru lands­ins, þar með talið fjör­unn­ar í Skerjaf­irði. En skipu­lags­mál og þunga­flutn­ing­ar þar í hverf­inu hvíla einnig þungt á henni og öðrum íbú­um. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

„Mjög há­vær­ar radd­ir hafa gert bar­áttu hverf­is­ins að bar­átt­unni fyr­ir flug­vell­in­um,“ held­ur Elín áfram og seg­ir góðra gjalda vert, öll­um sé auðvitað frjálst að hafa sín­ar skoðanir. „Þetta hef­ur samt orðið til þess að borg­ar­yf­ir­völd hafa ekki tekið ábend­ing­um eða áhyggj­um, sem snúa beint að fram­kvæmd­inni, al­var­lega og við höf­um ekki fengið nein viðeig­andi svör við spurn­ing­um finnst okk­ur,“ seg­ir Elín.

Þrett­án þúsund farm­ar

Kveðst hún einkum hafa at­huga­semd­ir við vænt­an­lega um­ferð vöru­bif­reiða um Ein­ars­nes. „Ég bý í húsi sem stend­ur mjög ná­lægt göt­unni. Ef út­reikn­ing­ar þeirra sem hafa verið að skoða þetta eru rétt­ir, eru þetta þrett­án þúsund farm­ar af ol­íu­menguðum jarðvegi sem þarf að flytja þarna burt og sú um­ferð á að fara um Ein­ars­nes í fyrstu og síðar verði fund­in önn­ur leið,“ seg­ir Elín og vís­ar til áætl­ana um sér­stak­an fram­kvæmda­veg sem svo muni taka við.

Hins veg­ar hafi eng­in tíma­áætl­un verið lögð fram um hvenær þessi fram­kvæmda­veg­ur muni taka við um­ferðinni. Fund­ur hafi verið hald­inn um deili­skipu­lagið en sá var hald­inn ra­f­rænt og eng­um spurn­ing­um svarað þar.

Frá 80 ára afmælishátíð flugvallarins í júlí 2021.
Frá 80 ára af­mæl­is­hátíð flug­vall­ar­ins í júlí 2021. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það sem mín­ar spurn­ing­ar sner­ust um var það sem stend­ur á upp­lýs­ingasíðunni um að vöru­flutn­ing­ar fari fyrst um sinn um Ein­ars­nes til vest­urs en stefnt sé að því að opna nýj­an fram­kvæmda­veg suður fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl þar sem meg­inþorri um­ferðar vegna fram­kvæmda við nýtt hverfi muni fara. Ég spyr hvað meg­inþorri um­ferðar sé í þessu sam­hengi, eru það tutt­ugu pró­sent, fyrstu mánuðurn­ir eða ár og er ein­hver þunga­flutn­ingaum­ferð um Ein­ars­nes all­an fram­kvæmda­tím­ann þá?“ spyr Elín.

Vitn­ar hún í þau orð af upp­lýs­ingasíðunni um fram­kvæmd­irn­ar að reynt verði að tak­marka eft­ir föng­um alla um­ferð um nú­ver­andi Ein­ars­nes meðan á fram­kvæmd­um standi.

Svifryk, hávaði og hætta

„Ein­ars­nes er enn þá fimm­tíu­gata [með há­marks­hraðanum 50 km/​klst.] og það er málaður hjóla­stíg­ur á göt­una sem er mjög mikið notaður. Gat­an er ein og hálf breidd, öðrum meg­in við hana eru bíla­stæði, það eru tvær þreng­ing­ar á henni og þessi hjóla­stíg­ur og við fáum eng­ar upp­lýs­ing­ar um þetta,“ seg­ir Elín og er langt í frá ánægð með upp­lýs­inga­streymi borg­ar­inn­ar.

Nefn­ir hún svifryk, hávaða og al­menna hættu meðal þess sem íbú­ar við Ein­ars­nes hafi áhyggj­ur af þegar tekið verður að flytja ol­íu­mengaða jarðveg­inn á brott fyr­ir bygg­ing­ar­fram­kvæmd­irn­ar á flug­vall­ar­svæðinu.

Reykjavíkurflugvöllur, Hallgrímskirkjuturn og Esjan, þrjú rótgróin minni borgarinnar, eitt þó …
Reykja­vík­ur­flug­völl­ur, Hall­gríms­kirkjut­urn og Esj­an, þrjú rót­gró­in minni borg­ar­inn­ar, eitt þó meira þrætu­epli en hin. mbl.is


„Svo seg­ir hérna „Ábend­ing­um um lækkaðan há­marks­hraða um Ein­ars­nes á fram­kvæmda­tím­an­um vegna ör­ygg­is­ástæðna verður komið til sam­göngu­stjóra sem tek­ur af­stöðu til máls­ins,“ og við höf­um ekk­ert heyrt af því. Svo er búið að hanna nýtt Ein­ars­nes og sú hönn­un er miðuð við nýtt hverfi og full­byggt flug­vall­ar­svæði. Það er fyr­ir inn­an nú­ver­andi ör­ygg­is­girðingu á aust­ur-vest­ur­flug­braut­inni sem geng­ur út í Skerja­fjörð. Sam­hliða þess­um skipu­lags­fundi var hald­in kynn­ing á þessu nýja Ein­ars­nesi og hún var bara ófull­gerð, það var bara ekki búið að leysa það hvernig þetta verður gert. Kannski er búið að leysa það núna, það eru liðin tvö ár. En við höf­um alla vega ekk­ert heyrt af því,“ seg­ir Elín.

Fátt um svör

Eins seg­ir hún gert ráð fyr­ir að öll um­ferð inn í nýtt hverfi fari um Ein­ars­nes. Áður en flug­völl­ur­inn fer verði eina leiðin, til þess að kom­ast á bíl inn í nýja hverfið, um Ein­ars­nesið.

„Það er verið að beina öllu hverf­inu í botn­langa um Ein­ars­nesið og það skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir íbú­ana að vita hvort þarna sé átt við nú­ver­andi Ein­ars­nes eða nýja Ein­ars­nesið. Auk þess er skýrsl­an um Hvassa­hraun [nýj­an inn­an­lands­flug­völl] ekki kom­in og við vit­um ekki hvernig verður með flugið eða hvenær það fer. All­ar þess­ar lausn­ir gera ráð fyr­ir að flug legg­ist af á Reykja­vík­ur­flug­velli en við fáum eng­in svör um hitt, hvað ef það ger­ist ekki?“ spyr Elín og kveður íbúa á svæðinu ráðvillta.

Elín segir þrívegis hafa verið ekið utan í bifreiðar framan …
Elín seg­ir þríveg­is hafa verið ekið utan í bif­reiðar fram­an við hús henn­ar í Ein­ars­nesi, gat­an er aðeins ein og hálf breidd og hjól­reiðastíg­ur málaður á hana miðja. Kann það góðri lukku að stýra að 13.000 vöru­bíls­farm­ar af ol­íu­menguðum jarðvegi fari þar um? mbl.is/​Júlí­us

Sem dæmi um þrengsl­in á Ein­ars­nes­inu seg­ir Elín stræt­is­vagna borg­ar­inn­ar í þrígang hafa ekið utan í bif­reiðar fyr­ir utan henn­ar hús, þar af tvisvar utan í bif­reiðar í eigu henn­ar fjöl­skyldu. „Við höf­um bara áhyggj­ur af ör­yggi hjólandi og gang­andi og allra annarra á þess­um tíma,“ seg­ir hún.

Klóþangsklung­ur og stórþari

Við vend­um kvæði okk­ar í kross. Um­ferðar­mál­in um Ein­ars­nes eru eitt en veður­fræðing­ur­inn bend­ir einnig á fyr­ir­hugaða land­fyll­ingu. „Þetta er kannski ekki fal­leg­asta fjar­an í borg­inni en hún er mik­il mat­arkista fyr­ir fugla sem hafa vet­ur­d­völ á Íslandi. Nátt­úru­fræðistofn­un skrifaði mjög harðorða um­sögn um þessa land­fyll­ingu sem er enn þá í um­hverf­is­mati. Haft var eft­ir Pawel Bartoszek [borg­ar­full­trúa] að það yrði að byggja á þess­ari land­fyll­ingu, ann­ars yrði hverfið, sem sagt Nýi-Skerja­fjörður, ekki sjálf­bært,“ seg­ir Elín og vís­ar til ónógs íbúa­fjölda.

Búið sé að selja vænt­an­leg­um íbú­um þá hug­mynd að þarna verði leik­skóli, grunn­skóli, versl­un og hvaðeina en þetta sé hins veg­ar allt í öðrum áfanga hverf­is­ins. „Það þarf því að fórna fjöru sem er mjög líf­fræðilega fjöl­breytt, hef­ur til dæm­is klóþangsklung­ur, sem hef­ur hátt vernd­ar­gildi, og stórþara sem tek­ur upp mik­inn kolt­ví­sýr­ing. Svo er talað um að fjöru­kamb­inn eigi að byggja upp þannig að líf­ríkið geti lagað sig að hon­um sem er eig­in­lega bara vís­inda­skáld­skap­ur því það hef­ur hvergi verið gert þannig að tek­ist hafi,“ seg­ir Elín og hef­ur áhyggj­ur af líf­ríki fjör­unn­ar.

Rætt er um að flugvöllur í Hvassahrauni geti ef til …
Rætt er um að flug­völl­ur í Hvassa­hrauni geti ef til vill orðið til reiðu árið 2040. Hvað sem því líður mun flug­um­ferð um Reykja­vík alltént ekki heyra sög­unni til al­veg næstu daga. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

„Mín ein­læga spurn­ing til yf­ir­valda er hvort ekki sé ein­fald­ara að bíða bara með að ráðast í þetta, með öll­um þeim vanda­mál­um sem því fylgja, og byggja þá frek­ar ann­ars staðar í borg­inni, þar til flug­völl­ur­inn fer, því þá leys­ast öll þessi verk­efni. Þá þarf ekki land­fyll­ing­una til þess að svæðið verði sjálf­bært því þú ert með allt [póst­núm­erið] 102 und­ir.“

Farið í mann­inn en ekki mál­efn­in

Hvernig er samstaðan meðal íbúa svæðis­ins þegar litið er til þess­ara fram­kvæmda­mála allra?

„Fólk er sam­mála að mestu leyti um að við þurf­um svör við þess­um spurn­ing­um um þunga­flutn­ing­ana, um­ferðina og fjör­una. Svo er hins veg­ar mjög mis­mun­andi hvað fólki finnst um þá aðferðafræði að vera alltaf að spyrða flug­völl­inn og nýt­ingu hans sam­an við bar­áttu íbú­anna. Þar er ekki ein­hug­ur en það er ein­hug­ur um hitt,“ svar­ar Elín og kveður breitt póli­tískt bil í þess­um íbúa­hópi eins og öðrum.

„Fólk hnýt­ir hvert í annað og fer í mann­inn en ekki mál­efnið eins og geng­ur og ger­ist, þetta er nátt­úru­lega bara heitt mál en mér sýn­ist við vera að kom­ast að ein­hverri niður­stöðu um að við verðum að reyna að fá sam­töl um mál­efn­in sem við erum sam­mála um að þurfi svör við,“ held­ur Elín áfram.

Elín kýs að þeir sem berjast vilja fyrir flugvellinum eða …
Elín kýs að þeir sem berj­ast vilja fyr­ir flug­vell­in­um eða brott­hvarfi hans geri það und­ir eig­in merkj­um, ekki í nafni íbúa Skerja­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Þeir sem vilji berj­ast fyr­ir því að halda flugi á Reykja­vík­ur­flug­velli verði svo bara að berj­ast fyr­ir því und­ir eig­in nafni, ekki und­ir merkj­um íbúa Skerja­fjarðar, og það sama gildi um þá sem berj­ast vilja gegn flugi á svæðinu.

„Til dæm­is var verið að tala um eigna­upp­töku í Skerjaf­irði og Dag­ur [B. Eggerts­son borg­ar­stjóri] svaraði því að það væri nátt­úru­lega al­veg frá­leitt. En á meðan hann er að svara ein­hverj­um svona spurn­ing­um þá er hann ekki að svara spurn­ing­un­um sem við erum að reyna að fá svör við,“ seg­ir Elín Jón­as­dótt­ir veður­fræðing­ur að lok­um um þau mál sem hve heit­ast brenna á henni og ná­grönn­um henn­ar þessi dægrin og varða um­ferð, skipu­lag og framtíð byggðar við Skerja­fjörð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert