Vilja auka orkuöryggi með vindorku

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins í Wismar í Þýskalandi.
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins í Wismar í Þýskalandi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Utanríkisráðherrar í Eystrasaltsráðinu ræddu meðal annars mikilvægi þess að auka orkuöryggi á Eystrasaltssvæðinu með aukinni nýtingu vindorku á fundi ráðsins í Wismar í Þýskalandi í dag. 

Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 og eiga þar sæti Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Pólland, Þýskaland, og Evrópusambandið.

Rússlandi var meinuð þátttaka í allri starfsemi ráðsins í byrjun mars 2022. Í kjölfarið tilkynnti Rússland um úrsögn sína úr ráðinu.

Fordæma stríðið innrásina í Úkraínu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, lagði ríka áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar og svæðisbundinnar samvinnu og lýðræðislegra gilda í álfunni í ræðu sinni á fundinum, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

Í sameiginlegri yfirlýsingu lýstu utanríkisráðherrarnir algerri samstöðu með Úkraínu og  fordæmdu harðlega innrásarstríð Rússlands í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert