Bætir í vind upp úr hádegi

Spákortið í hádeginu.
Spákortið í hádeginu. Kort/mbl.is

Spáð er suðvestan og vestan 5-13 metrum á sekúndu, en bætir heldur í vind upp úr hádegi. Hvassast verður norðvestantil og með suðausturströndinni.

Skýjað verður og dálítil væta með köflum, en bjartara á austanverðu landinu og yfirleitt þurrt. Bætir í úrkomu norðvestantil í kvöld.

Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.

Suðvestan 3-10 m/s verða á morgun og rigning með köflum, en þurrt fyrir austan. Kólnar heldur.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert