Brotist var inn í menntastofnun í miðborginni og þjófnaður framinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir jafnframt að málið sé komið á borð rannsóknardeildar lögreglu.
Lögregla var kölluð til á heimili í miðborginni þar sem tilkynnt var um einstakling sem hafði knúið að dyrum hjá nágranna sínum og hótað honum ofbeldi með hamri. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Annað útkall barst í miðborginni vegna einstaklings sem var í verulega annarlegu ástandi. Var viðkomandi búinn að valda eignaspjöllum auk þess að standa í hótunum við annan. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.