Veðrið lék við íbúa og ferðalanga á Austurlandinu í dag þar sem glampandi sól og mikil blíða hefur verið. Hiti mældist mestur á Egilsstaðaflugvelli en samkvæmt vef Veðurstofunnar fór hann mest upp í 22 gráður á síðastliðnum sólarhring.
Þá fór hitinn upp í 21,5 gráður á Seyðisfirði og 21,3 gráður við Hallormsstaði.
Lægsta hitann var að finna á hálendinu og fór hann undir frostmark á einu svæði, við Dyngjujökul. Þar mældust -2,5 gráður.