Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun eftir að tilkynnt var um sprengingu í hlaupahjóli.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var hjólið sennilega í hleðslu.
Atvikið varð í iðnaðarhúsnæði á Lynghálsi og barst tilkynningin um sjöleytið.
Ekkert fólk var nálægt og enginn eldur kviknaði í húsnæðinu, segir varðstjórinn.