Bílarnir fjarlægðir af vettvangi

Tæknideild lögreglu fór á vettvang í nótt.
Tæknideild lögreglu fór á vettvang í nótt. mbl.is/Karlotta

Búið er að fjarlægja bílana fimm sem eyðilögðust í eldsvoða við íbúðablokk við Engihjalla í Kópavogi í nótt.

Slökkvilistarfi lauk um þrjúleytið og fór tæknideild lögreglu á vettvang í kjölfarið.

Bílarnir fimm voru fjarlægðir af vettvangi.
Bílarnir fimm voru fjarlægðir af vettvangi. mbl.is/Karlotta

Málið í rannsókn

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið til rannsóknar og ekkert hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.

Eldurinn kviknaði um hálfþrúleytið í nótt.
Eldurinn kviknaði um hálfþrúleytið í nótt. Ljósmynd/Björgvin Pétursson

Einn var fluttur á slysadeild með reykeitrun, sem jafnframt er íbúi blokkarinnar.

Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, ræddi lögreglan við vitni í nótt, þar á meðal einn þeirra sem varð fyrir tjóni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert