Allt í lamasessi á Akureyri

Akureyri. Mynd úr safni.
Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Hafþór

Allt virðist vera í lamasessi á Ak­ur­eyri vegna verk­falls fé­lags­fólks BSRB sem hef­ur víðtæk áhrif á þjón­ustu Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Í til­kynn­ingu á vef Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar kem­ur fram að verk­fallið hafi þau áhrif að ýmis þjón­usta á veg­um bæj­ar­ins ligg­ur niðri eða hef­ur skerst veru­lega.

Eins og greint hef­ur verið frá slitnaði upp úr kjaraviðræðum BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í Karp­hús­inu á öðrum tím­an­um í nótt án niður­stöðu. Þar sem aðilarn­ir komust ekki að sam­komu­lagi hóf­ust víðtæk­ar verk­fallsaðgerðir BSRB í dag í 29 sveit­ar­fé­lög­um. 

Strætó geng­ur ekki og sund­laug­ar lokaðar

Áhrif verk­falls­ins á Ak­ur­eyr­ar­bæ eru víðtæk eins og áður seg­ir en í því fellst að stræt­is­vagn­ar bæj­ar­ins ganga ekki á meðan á verk­fall­inu stend­ur, sund­laug­arn­ar á Ak­ur­eyri, Gríms­ey og Hrís­ey verða lokaðar og fjöl­skyldug­arður­inn við Sund­laug Ak­ur­eyr­ar verður lokaður.

Að auki verður íþrótta­húsið við Gler­ár­skóla og Íþrótta­höll­in á Ak­ur­eyri lokuð jafnt og Mal­bik­un­ar­stöð Ak­ur­eyr­ar sem mun ekki starfa á meðan á verk­fall­inu stend­ur. Þar af leiðandi frest­ast flest­ar gatna- og stíga­fram­kvæmd­ir.

Fer­ilþjón­usta fatlaðra skerðist

Þá kem­ur jafn­framt fram að þjón­usta fer­il­bíla sem þjón­ust­ar aldraða og fatlaða við að kom­ast á milli staða verður veru­lega skert. Þjón­usta frá Um­hverf­ismiðstöð Ak­ur­eyr­ar skerðist einnig veru­lega en í því felst að slátt­ur og hirðing í bæj­ar­land­inu skerðist. 

Þá mun opn­un­ar­tími Ráðhúss Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar skerðast veru­lega. Ráðhúsið verður aðeins opið frá klukk­an 11.00 til 12.00. Er viðskipta­vin­um bent á að nýta sér ra­f­ræna þjón­ustu eins og hægt er, svo sem tölvu­póst, net­spjall og ábend­ing­argátt á heimasíðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert