Bíða eftir niðurstöðum frá tæknideild

Eldurinn kviknaði í fyrrinótt.
Eldurinn kviknaði í fyrrinótt. Ljósmynd/Björgvin Pétursson

Beðið er eftir niðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar vegna eldsvoðans við íbúðablokk í Engihjalla í fyrrinótt þegar fimm bílar eyðilögðust.

Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta sagt til um tildrög eldsins fyrr en niðurstöðurnar eru komnar í hús.

Spurð segist hún heldur ekki geta sagt til um hvers konar bílar þetta voru en nefnir að málið sé í rannsókn og rætt hafi verið við vitni.

Bílarnir fimm voru fjarlægðir í gærmorgun. Slökkvili­starfi lauk um þrjú­leytið um nóttina og fór tækni­deild lög­reglu þá á vettvang. Einn var flutt­ur á slysa­deild með reyk­eitrun, sem jafn­framt býr í blokkinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert