Eldur í heitum potti við Klapparstíg

Tilkynnt var um eldinn um hálffimmleytið í morgun.
Tilkynnt var um eldinn um hálffimmleytið í morgun. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í stjórnbúnaði fyrir heitan pott sem var á svölum í fjölbýlishúsi við Klapparstíg í Reykjavík.

Nágrannar urðu fyrst varir við eldinn og tilkynntu hann um hálffimmleytið í morgun, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur eldur varð og kom slökkviliðið á staðinn og slökkti eldinn. Engan sakaði, en íbúar voru inni í íbúðinni. 

Eldurinn var staðbundinn við pottinn og náði ekki að breiðast út, að sögn varðstjóra. Reykræsta þurfti stigagang fjölbýlishússins.

Gamall fiskihjallur brann

Gamall fiskihjallur við Hvaleyrarhöfða í Hafnarfirði brann til kaldra kola í nótt.

Tilkynnt var um eldinn um fjögurleytið og að sögn varðstjórans var ákveðið að láta hjallinn brenna. Viðveru slökkviliðsins á vettvangi lauk upp úr klukkan sex í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert