Svanhildur Daníelsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, afhenti Ljósmæðrafélagi Íslands alls 57 teppi sem konur í hennar vinahóp tóku sig saman um að hekla, en þau verða gefin áfram til sængurkvenna í neyð, m.a. kvenna á flótta sem eignast börn hér á landi.
Svanhildur sat yfir sjónvarpsfréttum eitt kvöld þar sem rætt var við ljósmóður um þá neyð sem margar konur búa við, þær áttu lítið sem ekkert og nefndi hún m.a. að fæstar áttu ungbarnateppi.
„Mér fannst þetta óskaplega nöturleg staða og ákvað strax að bregðast við og hekla teppi. Svo flaug sú hugmynd í kollinn á mér að kanna hvort einhver í mínum vinahóp myndi vilja taka þátt í þessu með mér,“ segir Svanhildur sem viðraði hugmyndina á Facebook-síðu sinni. Viðbrögð létu ekki á sér standa, en yfir 50 konur skráðu sig í Teppahóp Svönu sem hún stofnaði í kjölfarið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.