Ólafur Ragnar í ráðgjafarnefnd COP28

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd loftslagsþings …
Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, COP28. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðs Norðurslóða, hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, COP28, sem haldið verður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Ráðgjafanefndin hefur það hlutverk að fjalla um áherslur og samningsmarkmið Loftslagsþingins, nýjungar og sérstök verkefni sem stuðlað geta að lausn loftslagsvandans. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Dr. Sultan Al Jaber, forseti loftslagsþingsins, skipaði nefndina en hann er einn af stofnendum Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle.

„Í ráðgjafarnefndinni eiga sæti forystumenn, sérfræðingar og áhrifafólk frá helstu heimsálfum. Meðal þeirra eru Laurent Fabius, fyrrum forsætisráðherra Frakklands og forseti hins árangursríka Loftslagsþings í París, Ernst Moniz, fyrrum orkuráðherra Bandaríkjanna, Mukesh Ambani, helsti viðskiptajöfur Indlands, Hindou Ibrahim, forystukona ungra frumbyggja í Afríku og Izabella Teixeira, fyrrum umhverfisráðherra Brasilíu,“ segir í tilkynningunni.

Nefndin hefur þegar fundað og mun taka virkan þátt í undirbúningi loftslagsþingsins þann 30. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka