Pokémonspjald fór á 300 þúsund krónur

Barði Páll Böðvarsson og Gunnar Valur G. Hermannsson eru eigendur …
Barði Páll Böðvarsson og Gunnar Valur G. Hermannsson eru eigendur Pokéhallarinnar.

„Dýrasta spjaldið sem við höfum selt var á þrjú hundruð þúsund krónur. Það var ekki venjulegt pokémonspjald því það var búið að gefa því einkunn. Ef spjaldið fær tíu í einkunn margfaldast það í verði," segir Gunnar Valur Grönvald Hermannsson, annar eigenda Pokémonhallarinnar. Verslunin selur meðal annars sjaldgæf Pokémonspjöld og fara þau reglulega á tugi og hundruð þúsunda króna.

Að sögn hans fer einkunnagjöfin þannig fram að spjaldið er sent til vottunaraðila sem metur gæði spjaldsins. Er þar m.a. horft til áferðar spjaldsins sem og hvort prentunin hafi hitt á mitt spjaldið svo dæmi séu nefnd.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert