Aukafundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Vísir hefur það eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að staðan í efnahagsmálum sé efni fundarins enda styttist í síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi.
Þingfundur er á dagskrá klukkan 15 í dag.